Að velja réttu fartölvuna

Þegar kemur að því að kaupa fartölvu er nauðsynlegt að kanna nokkur atriði, en það er m.a. hraði á örgjörva, hraði á skjákorti, hraði á vinnsluminni, hraði á hörðum disk, upplausn á skjá og tengimöguleikar.

Til að sjá hraða á örgjörva er hægt að fletta honum upp á http://www.cpubenchmark.net. Ef hann fær yfir 4000 stig er hann mjög góður, 2000-4000 þokkalegur og undir 2000 ekki nógu góður. Ath. hraði í GHz er enginn mælikvarði á vinnsluhraða örgjörvans.

Hraða á skjákorti er hægt að sjá á http://www.videocardbenchmark.net. Ef kortið fær yfir 1500 stig er það mjög gott, 500-1500 þokkalegt og undir 500 ekki nógu gott.

Hraði á vinnsluminni getur verið 1600mhz sem er mjög gott, 1333mhz sem er þokkalegt og 1066mhz er ekki nógu gott.

Hraði á hörðum diskum er þrenns konar, SSD diskar eru lang hraðvirkastir, 7200rpm eru góðir og 5400rpm eru þokkalegir. Stærð á diskum skiptir ekki svo miklu máli því ef þú ert að geyma mikið af gögnum þá þarftu hvort sem er að fá þér flakkara.

Upplausn á skjá getur verið ýmiskonar en 1920×1080 er full HD upplausn og er lang best, 1600×900 telst vera góð og 1366×768 er þokkaleg. Algengasta upplausnin er 1366×768 en það er óþægilega lág hæð á skjánum (768 punktar).

Stærð á skjá getur verið allt frá 10-20 tommum en algengasta stærðin er 15,6 tommur sem er mjög passleg stærð. Tölvur sem eru í kringum 13 tommur eru mjög meðfærilegar en 17 tommur og yfir eru óþægilega stórar sem fartölvur.

Er tölvan með USB 3.0 tengi og þá hvað mörg? Öll nýjustu tæki og minnislyklar eru komnir með stuðning við USB 3.0 tæknina sem setur flutt gögn allt að tífalt hraðar en eldri USB 2.0 tæki.

Flestar nýjar fartölvur eru með HDMI skjátengi. Það þýðir að hægt er að tengja tölvuna við öll nýjustu sjónvörp og nota þau sem auka skjá við tölvuna.

Áttu erfitt með að velja á milli tveggja véla? Sendu okkur tölvupóst á radgjof@tkr.is og við látum þig vita hvor er betri. (* frí ráðgjöf til 31. desember 2014 í boði www.gult.is).

 

Be Sociable, Share!